Upplýsingar fyrir kennara

Menntun Suzukikennara

Suzukikennaranám er framhaldsmenntun fyrir tónlistarkennara. Til að öðlast réttindi sem Suzukikennari þarf að fara í gegnum sérnám sem skipt er í fimm stig. Hverju stigi lýkur með prófi þar sem prófdómarar frá þrem löndum dæma, prófkröfur eru samræmdar innan Evrópu. Prófið felst í að leika á hljóðfæri, kenna nemanda og svara spurningum um heimspekilegan grunn aðferðarinnar og kennsluatriði námsefnisins. Hvert stig veitir réttindi til kennslu í ákveðið mörgum kennslubókum.

Íslenska Suzukisambandið ber ábyrgð á kennaramenntun Suzukikennara hérlendis og framkvæmd prófa.

Þeir einir geta kallað sig Suzukikennara sem hafa lokið tilskyldum prófum viðurkenndum af ESA og eru félagar í landssambandi þess lands þar sem þeir starfa.

Kennarar sem hafa réttindi sem kennara þjálfar eru: 

Píanó:

  • Kristinn Örn Kristinsson
  • Kristjana Pálsdóttir

Víóla:

  • Sarah Buckley

Fíðla:

  • Lilja Hjaltadóttir
  • Mary Campbell
  • Ewa Tosik

Selló:

  • Haukur F. Hannesson

Nám til að öðlast réttindi til kennaraþjálfunar

Eftir að hafa lokið öllum 5 stigunum getur Suzukikennari sótt um að hefja nám sem kennaraþjálfi. Sjá nánar á heimasíðu Evrópska Suzukisambandins (ESA) http://www.europeansuzuki.org/tt_manual/index.html 

Á döfinni

Sjáðu hvað er næst á döfinni hjá okkur

  • Sumarnámskeið ÍSS 2019

  • Spunanámskeið strengir með Oriol

  • Mimi Zweig hóptími