top of page
IMG_0229.jpeg

Suzukikennarnám

Hvað er Suzukikennaranám?

Suzukikennaranám er framhaldsmenntun fyrir hljóðfæraleikara og hljóðfærakennara. Gert er ráð fyrir að kennaranemar séu með Bahelorgráðu í hljóðfæraleik eða hljóðfærakennslu við upphaf náms, með örfáum undantekningum. Náminu er skipt í 5 stig og hverju stigi lýkur með prófi. Prófið felst í að leika á hljóðfæri, kenna nemanda og svara spurningum um heimspekilegan grunn aðferðarinnar og kennsluatriði námsefnisins. Suzukikennarpróf eru samræmd um Evrópu. Með hverju stigi sem bætt er við öðlast Suzukikennari réttindi til að kenna fleiri bækur á sitt hljóðfæri.

Íslenska Suzukisambandið ber ábyrgð á kennaramenntun Suzukikennara hérlendis og framkvæmd prófa.

 

Þeir einir geta kallað sig Suzukikennara sem hafa lokið tilskyldum prófum viðurkenndum af ESA og eru félagar í landssambandi þess lands þar sem þeir starfa. Suzukisambandið hefur komið að þjálfun kennara á fiðlu, víólu, selló, píanó og blokkflautu. Einnig eru kennarar á Íslandi með Suzukikennararéttindi á þverflautu, kontrabassa, horn og orgel. 

Kennarar búsettir a Íslandi sem hafa réttindi sem kennaraþjálfar eru: 

Píanó:

 • Kristinn Örn Kristinsson

 • Kristjana Pálsdóttir

Víóla:

 • Sarah Buckley

Fíðla:

 • Lilja Hjaltadóttir

 • Mary Campbell

 • Ewa Tosik

Nám til að öðlast réttindi til kennaraþjálfunar:

Eftir að hafa lokið öllum 5 stigunum, getur Suzukikennari sótt um að hefja nám sem kennaraþjálfi. Sjá nánar á heimasíðu Evrópska Suzukisambandins (ESA) http://www.europeansuzuki.org/tt_manual/index.html 

Af hverju suzukisamband?

           

 • Leyfi til að kenna eftir aðferðafræði Suzuki

 • Leyfi til að nýta nafnið Suzuki til kennslu

 • Leyfi til að nýta logo Suzuki

 • Kennaraaðild að ESA í gegnum ÍSS

 • Stuðningur við uppbyggingu Suzukistarfs í landinu

 • Aðgangur að kennaraþjálfun sem viðurkennd er í Evrópu, Austurlöndum og Afríku

 • Reglulegar kennararáðstefnur

 • Aðgangur að þeim möguleika að auglýsa á ESA heimasíðunni

 • Árleg fréttabréf ESA

 • Ýmis aðstoð frá ESA og þjónusta t.d. í gegnum heimasíðu ESA

 • Stuðningur frá ÍSS

 • Námskeið, fundir og fleira á vegum ÍSS

 • Aðgangur að kennaraefni á heimasíðu ÍSS.

Fyrir nánari upplýsingar, hafið endilega samband á suzukisamband@gmail.com

bottom of page