top of page
Félagið

Félagið er rekið af félagsgjöldum kennara og fjölskyldna barna sem stunda hljóðfæranám.

Námið

Á Íslandi er kennt á fiðlu, víólu, selló, kontrabassa, gítar, píanó, orgel, þverflautu, blokkflautu og Suzuki-ungabörn sem er fornám fyrir börn yngri en 3-4 ára.

Starfsemi

Félagið stendur fyrir upprifjunardögum og námskeiðum fyrir nemendur. Skipuleggur, styrkir og heldur utan um réttindanám Suzukikennara.

Tenging í umheiminn

Íslenska Suzukisambandið er félagi í Evrópska Suzukisambandinu og greiðir félagsgjöld til þess. Félagar í Íslenska Suzukisambandinu eru því jafnframt meðlimir í Evrópu- og alheimssambandinu.

Aðild

Aðild veitir ekki einungis fríðindi í formi aðgangs að námskeiðum og viðburðum á vegum Suzukisambandsins bæði hérlendis og erlendis, heldur stuðlar árgjald okkar að því að hjálpa til við að auka menntun Suzukikennara og þar með gæði þeirrar kennslu sem börn okkar njóta góðs af.

Félagar

Félagatal Íslenska Suzukisambandsins  skólaárið 2020–21 telur 647 börn í 487 fjölskyldum. Suzukikennarar eru rúmlega 60 og kennt er á 17 stöðum víðsvegar um landið.

Íslenska Suzukisambandið var stofnað í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi í nóvember 1985 af kennurum og foreldrum frá Reykjavík og Akureyri. Þar var þá haldið námskeið fyrir Suzukinemendur. Aðalhvatamaður að stofnun sambandsins og fyrsti formaður þess var Haukur F. Hannesson sellóleikari.

 

Fyrsti formlegi aðalfundur var síðan haldinn í júní 1987. Þar voru samþykkt lög félagsins. Í þeim segir meðal annars: Tilgangur félagsins er að stuðla að útbreiðslu og viðgangi aðferðar Shinichis Suzuki í uppeldismálum á Íslandi (Suzukitónlistaruppeldi eftir Kristinn Örn Kristinsson).

Sambandið stóð að stofnun Tónlistarskóla Íslenska Suzuki-sambandsins 1988. Árið 1998 var samþykkt að sambandið stæði ekki lengur að rekstri skólans og var nafni hans breytt í Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík. Tónninn, fréttablaðið um suzukikennslu var gefið úr af sambandinu þar til árið 1998. 

Sambandið hefur frá 1990 staðið að kennaramenntun fyrir Suzukikennara á Íslandi og réttindaprófum samkvæmt staðli Evrópska Suzukisambandsins 

http://www.europeansuzuki.org/tt_manual/index.html  

bottom of page