Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins 2021

5.-8. ágúst á Akureyri

Skráning á  Suzukinámskeið á Akureyri dagana 5.-8. ágúst er hafin! Jibbííí!!!! 

Boðið verður upp á hóptíma, hljómsveitir, masterclassa, spuna, tónleika og fleira skemmtilegt

Kennt verður á fiðlu, víólu, selló, píanó, blokkflautu, þverflautu og gítar

Kennarar á námskeiðinu eru einvalalið íslenskra Suzukikennara

Almennt verð er 28.000 kr.
Tilbrigðanemendur (fiðla, víóla, selló) er 16.000 kr.

Boðið er upp á systkinaafslátt

Tilbrigðanemendur eru nemendur sem eru staddir í  tilbrigðum og/eða byrjuð á næstu 2-3 lögum (einungis í boði fyrir fiðlu-, víólu- og sellónemendur).  Dagskráin fyrir þá verður styttri en fyrir lengra komna nemendur.  

Gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist um morguninn 5. ágúst og endi með tónleikum 8.ágúst.

Vinsamlega takið frá alla námskeiðsdagana.  Dagskráin stendur með hléum frá morgni til kvölds.  Athugið að nemendur þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

 

Ýtið hér til að skrá þátttakendur á námskeiðið

 

Skráning stendur til 1. maí

 

Suzukisambandið áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið að hluta eða í heild ef ekki verður næg þátttaka eða vegna ófyrirsjánlegrar stöðu í Covid-faraldrinum og sóttvarnarrreglum sem honum fylgja.

Sumarnámskeið ÍSS 2019 - Hveragerði / Selfossi:

Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins verða haldin í Hveragerði og á Selfossi í júní 2019.  Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl  2019. Umsókn telst gild þegar greiðsla hefur borst, í síðasta lagi 1.apríl.  

Námskeið fyrir píanónemendur 21.-23.júní á Selfossi  -- Fullt gjald 25.000 kr

Námskeið fyrir gítarnemendur 21.-23.júní í Hveragerði -- Fullt gjald 25.000 kr

Styttra námskeið fyrir strengi 21.-23.júní  í Hveragerði: fiðlu-, víólu- og sellónemendur komna að lagi númer 7 í bók 2.

        - Fullt gjald 25.000 kr. / Tilbrigðanemendur 18.000 kr.           

Lengra námskeið fyrir strengi 19.-23.júní í Hveragerði: fiðlu-,víólu og sellónemendur frá lagi 7 í bók 2 . 

         - Fullt gjald 32.000 kr. 

Tilbrigðanemendur eru nemendur sem eru staddir í  tilbrigðum og/eða komin með 2-3 lög áfram (einungis í boði fyrir fiðlu-, víólu- og sellónemendur).  Dagskráin fyrir þá verður styttri en fyrir lengra komna nemendur.  

Gert er ráð fyrir að lengra strengjanámskeiðið hefjist um hádegið miðvikudaginn 19. júní en styttri námskeiðin að morgni föstudagsins 21. júní ( yngri strengir, píanó, gítar ).

Vinsamlega takið frá alla námskeiðsdagana.  Dagskráin stendur með hléum frá morgni til kvölds.  Athugið að nemendur þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Skráning:  https://goo.gl/forms/snihrY722oo828Li2

bkv. stjórnin :)

 

 

Spunatími - Fiðlur, víólur og selló

LOKADAGUR SKRÁNINGAR 6.MARS

LOKADAGUR SKRÁNINGAR 6.MARS

Íslenska suzukisambandið bíður fiðlu-, víólu- og sellónemendum að taka þátt í spunatíma með Oriol Sana, 9 mars í Allegro Suzukiskólanum, Langholtsvegi 109. 

Þáttökugjald er 1000 kr, en þáttakandi þarf að hafa greitt félagsgjald ÍSS eftir 1.okt 2018.

Boðið verður upp á eftirfarandi tíma:

Hópur 1: 14:30-15:15

Fiðlur: bók 1 lag 16 og út bók 2
Víólur: bók 2
Selló: bók 2

Hópur2: 15:30-16:15

Fiðlur: bók 3 og 4
Víólur: bók 3 og 4
Selló: bók 3 og 4

Hópur3: 16:30-17:30

Fiðlur bók 5 og upp
Víólur bók 5 og upp
Selló bók 5 og upp

Endilega skráið ykkur sem fyrst: 
https://goo.gl/forms/w10fRrpV54HXqJqh1

 

bkv. stjórnin :)

Upprifjunardagur blokkflautunemenda

Upprifjunardagur blokkflautunemenda 12.janúar í Reykjanesbæ

Íslenska Suzukisambandið stendur fyrir upprifjunardegi fyrir blokkflautunemendur í Reykjanesbæ 12.janúar 2019 kl 11:00-13:30. Spilað verður yfir öll lög úr bókum 1 og 2, sópran. Skilyrði fyrir þáttöku er að greiðsla árgjalds 2018-2019 sé frágengin.

Stjórnandi verður Ína Dóra Hjálmarsdóttir, inadorah@gmail.com

 

Skráning á upprifjunardaginn: https://goo.gl/forms/X8uA1upuqxiNCQvd2

Gítarnámskeið

8.-9.desember 2018

Suzukisambandið stendur fyrir námskeiði fyrir fyrir gítarnemendur dagana 8-.9.desember.

Námskeiðið verður laugardaginn 8.desember frá kl 14.00 - 18.00 í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík Sóltúni. Sunnudaginn 9.desember verður síðan æfing fyrir tónleika í Tónskóla Sigursveins, Engjategi milli 10:00 - 11:30. Síðan verða lokatónleikar á sama stað milli kl 12:00 - 13:00

Þáttökugjald er 6500 kr á nemanda. Athugið að þetta er með fyrirvara um að þáttaka verði næg).

Nánari upplýsingar má finna inn á skráningarsíðunni: 
https://goo.gl/forms/kXU7GFMR1o5y61ei1

Aðalfundur 2018

 

 

Aðalfundur Íslenska Suzukisambandsins verður haldinn á afmælisdegi Shinichi Suzuki þann 17.okt 2018 kl 20 í sal Tónlistarskóla Sigursveins Engjategi 1. 

Nánari upplýsingar má finna inn á facebook síðu sambandsins

 

 

bkv. stjórnin :) 

 

 

 

 

Skráning sumarnámskeið 2018

fyrir strengjanemendur og píanómnemendur

Skráning er hafin á Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins fyrir

·      Strengjanemendur 20-24.júní

·      Píanónemendur 22-24.júní.

·      Blokkflautunemendur 24-26.ágúst.

 

Skráningarformið fyrir píanó og strengjanemendur má finna hér  

Skráningarformið fyrir blokkflautunemendur má finna hér

 

 

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna inn á facebook síðu sambandsins

Athugið að skráningin er með fyrirvara um að fjöldi þáttakanda sé nægur

Suzukitónleikar 25.febrúar og 3.mars

 

 

SUZUKITÓNLEIKAR

 

BLOKKFLAUTU-, PÍANÓ OG STRENGJANEMENDA

Sunnudaginn 25. febrúar í Grensáskirkju

klukkan 14.30 og 16.30

 

PÍANÓ-, GÍTAR OG ÞVERFLAUTUNEMENDA

laugardaginn 3. mars í Tónlistarskóla Garðabæjar

klukkan 11:00, 13:00 og 15:00

 

Miðaverð er 1500 krónur

Frítt fyrir börn 12 ára og yngri

Miðar seldir við innganginn

Athugið að eingöngu er tekið við reiðufé!

Boðið verður upp á kaffi og kleinur að tónleikum loknum

 

 

Tónleikar 11.febrúar

Allir að mæta !

ATH: Tónleikunum er frestað útaf veðurspá

Kæru félagsmenn, 

eftir að hafa talað við veðurstofuna sjáum við okkur ekki fært annað en að fresta tónleikahaldi í dag.  

 

keðja Stjórnin

 

 

Suzukitónleikar Sunnudaginn 11.febrúar

- Allir að mæta! 

 

Við hvetjum alla suzukinemendur og fjölskyldur þeirra til að mæta á tónleika Suzukisambandsins næsta sunnudag, 11. febrúar.   

Tónleikarnir verða haldnir í Grensáskirkju og Tónlistarskóla Garðabæjar og eru liður í fjáröflun vegna ráðstefnu sem sambandið stendur fyrir í apríl nk. 

Fjöldi nemenda frá öllum suzuki-tónlistarskólum á stór Reykjavíkursvæðinu taka þátt í fjörugu samspili. 

 

 vStrengir spila í Grensáskirkju kl. 14:30 og 16:30 við undirleik strengjasveitar kennara.

 v Píanó, gítar og flautur spila í Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 11:00, 13:00 og 15:00.

 v  Miðaverð er kr.1500. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. 
     Miðar eru seldir við innganginn og á æfingum frá 12.30 í Grensáskirkju og 10.00 í Garðab

v  Léttar veitingar fyrir alla.

 

Athugið að eingöngu er tekið við reiðufé!

                                                                                                          Vonumst til að sjá sem flesta! 

                                                                                                     Stjórn Íslenska Suzukisambandsins. 

 

 

 

 

 

 

v  

 

 

Vornámskeið 2017 - lokaútkall

Vornámskeið 2017

 

Hægt er að skrá nemendur á námskeiðið með því að smella hér.

Skráning á vornámskeið 2017

Skráning er hafin á Vornámskeið Suzuki-sambandsins 2017. Hægt er að skrá þáttakendur með því að smella hér.

Vornámskeið 2017

Vornámskeið 2017

Ný heimasíða Íslenska Suzukisambandisins

Íslenska Suzukisambandið hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu. Verður leitast við að hafa á síðunni nýjar og ferskar fréttir um það sem er á döfinn hjá sambandinu. 

 

Sýna eldri fréttir

Á döfinni

Sjáðu hvað er næst á döfinni hjá okkur

  • Sumarnámskeið ÍSS 2019

  • Spunanámskeið strengir með Oriol

  • Mimi Zweig hóptími