top of page
Search

Uppbrot á haustönn: Út fyrir kassann

Íslenska Suzukisambandið stendur fyrir lifandi myndbanda- og stuttmyndahátíð á haustönn 2020


Tónlistarskólar, einstaklingar, hópar, vinir, hljómsveitir eða kennarar eru hvattir til að senda inn upptökur til Suzukisambandsins og stefnt er að því að birta þær á heimasíðu sambandsins skólaárið 2020-2021.

Skilyrði fyrir þátttöku er að gefa sambandinu leyfi til að birta upptökurnar á heimasíðu sinni. Sambandið áskilur sér einnig rétt til þess að setja saman myndbönd úr innsendu efni og nota og nýta sem kynningarefni á fjölbreyttu Suzukistarfi á Íslandi.


Myndböndin geta verið af fjölbreyttum toga og sem dæmi má nefna:


  • Hljóðfæraleikur einstaklinga

  • Hljómsveitarupptökur

  • Hóptímaatriði

  • Vinasamspil

  • Frumsamið efni

  • Fjölskyldu samleikur

  • Foreldra myndbönd

  • Leikin myndbönd, þar sem tónlist kemur við sögu

  • Tónlist og myndlist

  • Tónlist og dans

  • Tónlist og náttúra

  • …….. og fleira og fleira

Efni má berast frá 28.október fram til 15.desember 2020. Til stendur að halda þessu áfram á vorönn.

Munið að senda inn heiti á myndbandi, flytjanda / flytjendum, heiti verkefnis og nafn tónlistarskóla og eða kennara.

Hámarkslengd myndbanda er um 6-7 mínútur að því undanskildu að sum tónverk geta verið lengri.


Efni skal hlaða upp á youtube, vimeo, google drive, dropbox eða annað slíkt og senda til: suzukisamband@gmail.com






3 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page